
Sumarið er loksins komið og sólin hefur skinið í flestum landshlutum, ég held að það sé alveg á hreinu. Það gerast töfrar í mannlífinu þegar sólin skín. Fólk á ferli allsstaðar, að vinna í kringum húsin sín, fara með dót á haugana, mála, fá sér ís, fara í sund, grilla og fá sér svalandi drykk. Það er allt bara MIKLU BETRA þegar sólin skín.
Hér er komin stjörnuspá fyrir júnímánuð og við óskum ykkur öllum sólríks sumar.

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.