Sólin er farin að skína og fólk farið að hýrna á brá. Það eru skemmtilegir tímar framundan og framtíðin er rituð í stjörnurnar. Hvað segja stjörnurnar um maí mánuð? Við skulum komast að því:
Hrúturinn
21. mars – 20. apríl
Þú ert með fjármálin ofarlega á baugi í byrjun maí, kæri Hrútur, en eftir viku af maí muntu finna fyrir fjárhagslegu öryggi. Nú er einnig góður tími til að tala um hugmyndir þínar, þú átt það nefnilega til að fá alveg frábærar hugmyndir. Uppúr 20. maí verður þú tilbúin/n að kanna nýja staði og læra nýja hluti, svo þú ættir ekki að hafna boðum um að gera eitthvað sem þú hefur aldrei gert áður. Láttu vaða!
Það kemur spennandi orka í ástarmálin þín í maí. Ef þú ert einhleyp/ur gæti verið að þú kynnist einhverjum. Ef þú átt maka, búðu þig undir að falla fyrir honum alveg upp á nýtt.
Nautið
21. apríl – 21. maí
Nú er komin tími til að endurhugsa fjármálin þín. Hvað þarftu mikla peninga til að vera hamingjusöm/samur og fjárhaglega örugg/ur? Ekki hræðast nýjungar. Þú getur alveg lært á ný forrit og það verður auðveldara en þú átt von á og ert með áður óþekkta hæfileika sem þú ert að uppgötva. Passaðu upp á svefninn þinn því það verður nóg að gera þennan mánuðinn. Þú verður að fá tíma til að vera ein/n og hlaða batteríin og þá ertu í góðum málum.
Tvíburinn
22. maí – 21. júní
Það hefur margt verið í gangi að undanförnu og núna er kominn tími á hvíld. Jafnvel þó þú sért ekki að leggja land undir fót, skaltu gefa þér tíma til að slökkva á símanum og slökkva á öllu í smá tíma. Það mun gera kraftaverk fyrir geðheilsuna þína. Þú þarft að horfast í augu við hvað það er sem þú getur ekki breytt og hverju þú getur í raun og veru breytt. Þú finnur fyrir eldmóði til að leysa verkefni sem þú hefur látið sitja á hakanum sem gefur þér tíma til að gera aðra skemmtilega hluti. Þú munt gleðjast yfir litlu hlutunum og munt uppgötva nýjar leiðir til að dekra við sjálfa/n þig. Þú ferð að velta fyrir þér hvað þig langar að gera í framtíðinni og hvort þú ættir að breyta til.
Sjá einnig: Hvað þola stjörnumerkin ekki?
Krabbinn
22. júní – 23. júlí
Það er fullt af hlutum í lífi þínu sem þú getur ekki stjórnað og þér getur þótt það erfitt, en þarft að læra að láta berast með straumnum. Í lok mánaðarins muntu leiða hugann að þeim tímum sem þú hefur verið þinn versti óvinur. Það getur verið að þú hafir ekki alltaf tekið bestu ákvarðanirnar, en þú ert bara manneskja. Finndu hverjir veikleikar þínir eru og farðu að vinna í þeim og þú verður sterkari en áður.
Nostalgía mun banka upp á í þessum mánuði en þú skalt passa þig að sogast ekki of mikið inn í hana. Þú vilt ekki festast í fortíðinni og gleyma því sem er að gerast hér og nú.
Ljónið
24. júlí – 23. ágúst
Þú ert að standa þig svakalega vel í vinnunni þessa dagana en getur verið að þú sért ekki að fá nægan tíma til að hvíla þig? Ef ekki, hvað ætlar þú að gera til að hugsa vel um sjálfa/n þig. Nú er tíminn til að endurvekja vinasambönd og hitta fólk. Þarf ekki að vera meira en bara kvöldverðarboð. Þig langar kannski að hlaupa um allan bæ og knúsa alla, en það er ekki alveg orðið tímabært.
Lífið getur alveg verið svolítið flókið en þetta mun allt enda vel. Það gerir það alltaf. Það mun einhver leita til þín eftir hjálp í maí og þú verður tilbúin/n.
Meyjan
24. ágúst – 23. september
Þú veist margt um ótrúlega margt og í maí muntu finna fyrir þörf til að deila þekkingu þinni. Það gengur vel í vinnunni þinni en þú veltir fyrir þér fyrir hvað þú vilt vera þekkt/ur fyrir í vinnunni. Í kringum 20. maí muntu fá nýjar hugmyndir um að þróa einkalíf þitt. Ekki hika við að leita til vina þinna, þeir hafa frábær ráð handa þér. Í maí er líka kominn tími til að taka til í rústum fortíðar þinnar. Ef þú hefur átt í ágreiningi við einhvern vin þinn er kominn tími til að sættast. Undanfarið ár hefur verið erfitt fyrir alla og þið verðið að komast að sameiginlegri og góðri niðurstöðu. Það er miklu auðveldara að eiga í góðum samskiptum en slæmum.
Vogin
24. september – 23. október
Þínir peningar eru þínir peningar og stundum viltu bara eyða peningunum í eitthvað sem lætur þér líða vel. Þú ert tilbúin/n að dýfa þér í eitthvað sem þú hefur ástríðu fyrir og hætta því sem lætur þér ekki líða vel. Þú ferð að kynna þér hluti tengda tónlist, listmálun og tísku. Kannski þú farir að hanna þín eigin föt. Það eina sem þig vantar er saumavél.
Það er einnig kominn tími á að henda út gömlum ávönum. Já það þýðir að þú þarft kannski aðeins að draga niður í daðrinu, en þú kemst alveg yfir það. Það þýðir kannski bara að þú skapir pláss fyrir eitthvað enn betra. Ekki vera að senda gömlum hjásvæfum tvíræð skilaboð og ef þú ert opin/n fyrir því, muntu læra að setja fólki heilbrigð mörk.
Sjá einnig: 3 stjörnumerki sem eru með besta innsæið
Sporðdrekinn
24. október – 22. nóvember
Kannastu við augnablikin þegar allt virðist vera að ganga upp? Þetta er þannig mánuður hjá þér kæri Sporðdreki. Þú munt finna fyrir miklu sjálfstrausti í maí og finnast þú sterkari en nokkru sinni. Þér finnst þú hafa stjórn á öllu. Mánuðurinn verður líka mikill “fjölskyldumánuður” og þú munt komast að því hvað lætur þér finnast þú örugg/ur og lærir líka mjög gagnlega hluti.
Þú átt það til að vera þinn versti óvinur. Ekki láta vantraust þitt stoppa þig í að finna ástina í lífi þínu. Núvitund er eitthvað sem virkar vel fyrir þig. Vertu HÉR og NÚ og njóttu!
Bogmaðurinn
23. nóvember – 21. desember
Mantran þín þennan mánuðinn er: “Þetta verður allt, allt í lagi”. Þú leitar að jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Láttu renna í bað, taktu þér bók í hönd og slllaaaakkkaaa! Mundu að hafa trú á fjárhagslegri afkomu þinni. Rifjaðu upp hversdagslegar kúnstir, sérstaklega þær sem tengjast vinnu þinni. Stjörnurnar segja að þú fáir allt sem þú vilt, bara ef þú hefur trú á því.
Ástarmálin blómstra hjá þér í maí, sama hvort þú ert á lausu eða í hjónabandi. Þú kannt mikið að meta sjálfstæði þitt líka og verður því að passa að hleypa fólki að þér, þó svo að sjálfstæði þitt sé eitt af því mest aðlaðandi við þig.
Steingeitin
22. desember – 20. janúar
Þú þarft að umgangast vini þína og kunningjar. Ef þú gerir það ekki í raunheimum, þá bara á netinu. Þú verður endurnærð/ur eftir það og þér verður ljóst að þú átt fullt af fólki að, sem þykir vænt um þig. Þú munt fara að velta fyrir þér hvort þú sért í draumastarfinu þínu. Ef ekki, hvað þarftu að gera til að komast í draumastarfið þitt? Mundu að hafa trú á sjálfri/um þér. Það er alveg sama hvað það er, þú massar það. Þú gerir það alltaf.
Heimurinn er aðeins að opnast og það gleður þig en þú hræðist það líka. Það er eðlilegt. Taktu bara lítil skref og passaðu upp á þig og þína.
Sjá einnig. Hvaða hundategund hentar hverju stjörnumerki?
Vatnsberinn
21. janúar – 19. febrúar
Þú veltir fyrir þér hvort þú sért í draumastarfinu þínu og hvort það sé kannski eitthvað annað, betra sem bíður þín. Er ástríðan í starfinu farin? Þú munt vilja skemmta þér í þessum mánuði og áttar þig á því að þú þarft ekki að eyða fullt af peningum til að hafa gaman. Þú veltir því fyrir hvort þú eigir að breyta til en það liggur ekkert á svo þú skalt ekki stressa þig.
Þú gerir þér áreiðanlega ekki grein fyrir því hversu mikil áhrif heimsfaraldurinn hefur haft á þig en þér mun verða það ljóst þegar létta fer á takmörkunum.
Fiskurinn
20. febrúar – 20. mars
Þú ert með heimilisfang en er það virkilega heimili þitt? Það mun brenna á þér í þessum mánuði. Þú ferð að láta þig dreyma um nýja staði og borgir til að skoða. Kannski ertu að flytja á milli landshluta eða bara að skipta um íbúð. Hvað sem það er, þá verður þú að finna stað sem þú getur kallað þinn eigin.
Þér mun finnast þú þurfa að halda áfram, hvort sem það er í einkalífinu eða í vinnu. Sestu niður með góðum vin og spjallaðu. Það hljómar ekki flókið en þú gerir það alltof sjaldan.
Heimildir: Allure.com
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.