Það hafa nýlega orðið breytingar í einkalífi þínu sem þér gætu þótt yfirþyrmandi á stundum. Heppni þín er að aukast svo um munar núna og tækifærin koma til þín á færibandi og þú virðist hafa óþreytandi orku til að ná markmiðum þínum. Það mun þó aðeins rofa til í lok mánaðar og þú færð smá hvíld þá.
Áður nefndar breytingarnar í einkalífi þínu munu hafa áhrif á þig en þegar upp er staðið er þetta það besta fyrir þig. Þú hefur einfaldlega ekki tíma né vilja til að vera í tilfinningalegu óöryggi.