Flókin systkina- og/eða vinasambönd munu verða þér erfið um miðjan mánuðinn og þér finnst þú útundan og einmana. Þér finnst jafnvel göngutúrarnir þínir í hverfinu þínu ekki eins og áður og þér finnst allt vera að breytast. Þrátt fyrir að finnast þú týnd/ur hefur þessi mánuður upp á mörg tækifæri að bjóða sem þú verður að grípa. Upp úr 10. maí er komið að nauðsynlegri endurskoðun á markmiðum þínum og þú vilt stíga næstu skref í ferli þínum. Ef þú hefur verið að skipuleggja að stofna fyrirtæki eða að fjárfesta er um að gera að taka fyrstu skrefin til að koma þessu af stað.