Sambandið er það sem verður í forgrunni í þessum mánuði og þú munt upplifa rómantík og nánd í maí og finnst þú tilbúin/n til að skuldbinda þig til lengri tíma. Heilsan þín er á góðri leið og það sem þú hefur verið að leggja á þig seinustu misseri er heldur betur að borga sig.
Það eru breytingar í nánd um miðjan mánuð varðandi fjármálin og þú munt fá tækifæri til að auka innkomu þína. Þó þú sért ekki alveg komin/n á þann stað sem þú vilt vera á fjárhagslega, áttu góða að sem hjálpa þér ef eitthvað er að. Það eina sem þú þarft að gera er að brjóta odd af oflæti þínu og biðja um aðstoð.