Lok apríl var þér örlítið erfiður, hvort sem það var vegna heilsubrests, tilvistarkreppu eða bara einhvers mun einfaldara. Í maí muntu geta byrjað upp á nýtt ef svo má að orði komast. Það verða samt ákveðnar vendingar í sambandsmálum þínum um miðjan mánuðinn og það munu ýmsar staðreyndir renna upp fyrir þér sem þú hefur lokað augunum fyrir. Mánuðurinn mun samt enda á mjög ljúfum nótum og þú munt fara í gegnum góðan tíma, þar sem áhersla þín verður á breytingar á lífsstíl og þú munt fá fullt af hrósi.