Stjörnuspá fyrir maí 2023 – Bogmaðurinn

Bogmaðurinn
22. nóvember — 21. desember

Kæri Bogmaður. Það er djúpstæður ótti í þér og sársaukafullar minningar úr fortíðinni sem þú ert að fara að sleppa tökunum af. Það er kominn tími á það. Þú hefur mikið verið að hugsa um hvaða áhrif orðin þín hafa og á sama tíma hvaða áhrif orð annarra hafa á þig. Það hefur látið þig sjá hvað þú þarft að gera til þroskast og sleppa tökunum. Æfðu þig í að hugsa jákvætt og segja hvetjandi hluti, við þig og aðra.

Þig langar í meiri fjárhagslegan stöðugleika og það mun ganga vel í maí. Þú munt taka góðar ákvarðanir þegar kemur að fjármálunum.

Þú ert full/ur af orku og eldmóð í maí. Þetta verður líka góður mánuður í ástarmálunum. Taktu samt eftir því að þú ert alltaf með annað augað á hurðinni, tilbúin/n að flýja ef þú verður hrædd/ur um að þér verði hafnað. Reyndu að sætta þig við að þú getur alveg átt í langtímasamböndum og gefðu þér tíma til að njóta samverustunda með makanum þínum, ef þú ert með maka.