Stjörnuspá fyrir maí 2023 – Ljónið

Ljónið
23. júlí — 22. ágúst

Kæra Ljón. Þú ert þekkt/ur fyrir einstaka, frábrugðna nálgun þegar kemur að ást og samböndum. Það er ekkert að því, en hefurðu velt fyrir þér hvers vegna? Þú munt komast að því í þessum mánuði. Þú þarft bara að setja egó-ið til hiðar og nota auðmýktina.

Þegar kemur að málum í vinnunni er maí rétti mánuðurinn til að breyta til eða biðja um launahækkun. Þú munt líka fá dugnaðinn metinn og fólk tekur eftir hvernig þú ert að standa þig. Ekki láta það stíga þér til höfuðs og ekki láta deigan síga.

Passaðu líka að láta ástríðuna gera þig ýtna/inn við aðra og vandaðu þig í samskiptum við aðra, því annars gætir þú misst af tækifærum sem annars gætu staðið þér til boða.

Þú ert við góða heilsu og ert full/ur af eldmóði og orku. Borðaðu hollt og stundaðu einhverskonar líkamsrækt og þá heldur þú góðri heilsu.