Sporðdrekinn
23. október — 21. nóvember
Maí verður spennandi mánuður hjá þér elsku Sporðdreki. Þú ert að þroskast mikið um þessar mundir. Þú ert að átta þig á því að það er eitthvað í fortíðinni sem hefur haldið aftur af þér og þú ert tilbúin/n að skilja þetta eftir í fortíðinni og horfa fram á veginn. Þú þarft að halda einbeitingunni í vinnunni og skipuleggja þig.
Heilsan þín verður fín í maí og þú getur haldið góða heilsu með því að stunda heilsurækt.
Þú vilt finna fyrir stöðugleika og skýrleika í sumum samböndum þínum og þú vilt einfalda lífið. Þú ert félagslynd/ur og vilt gera eitthvað með vinum þínum og ert alltaf hrókur alls fagnaðar. Þú færð góðar fréttir í lok mánaðarins.