Stjörnuspá fyrir mars 2021

zodiac sign on a black background

Stjörnuspáin er komin í hús og nú er um að gera að lesa hvað mars mun bjóða okkur upp á, samkvæmt stjörnunum.

Hrúturinn 

21. mars – 20. apríl

Það verður mikið stress fyrstu vikur marsmánaðar hjá þér. Það getur verið að stressið sé tengt ástarmálunum og þú þarft að stíga varlega til jarðar þó þú sért að bíða eftir ákveðnum svörum.

Þessi mánuður er góður þegar kemur að fjölskyldunni og hittingum. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af fjármálum og það ætti að láta þig finna fyrir öryggi. Mars verður einnig góður mánuður heilsufarslega séð, en þú þarft að fara eftir ákveðnu plani og passa upp á heilsuna.

Það gæti verið að þig langi til að ferðast í mánuðinum en mundu bara eftir grímunni og passa upp á þig. Þegar líður að 22. mars mun þér líða svo vel með lífið og ástina að þú munt gleyma stressinu sem var í gangi í byrjun mánaðar.

Sjá einnig:  Hvað gerir þig góða/n í rúminu? – Samkvæmt stjörnumerkjunum

Nautið

21. apríl – 21. maí

Þú munt hafa nóg að gera í þessum mánuði í félagslífinu, sem hefur ekki verið raunin seinustu mánuði. Ef þú ert að leita að ástinni muntu finna hana á fyrstu þremur vikum marsmánaðar. Ef þú ert nú þegar í sambandi mun sambandið blómstra á sama tíma.

Þú munt þurfa að leggja hart að þér í þessum mánuði þegar kemur að starfi þínu. Heilsan verður í góðu lagi þennan mánuðinn en kæra Naut, ekki gleyma þér þegar kemur að sóttvörnum. Þetta er ekki búið ennþá svo þú ættir að muna eftir grímunni.

Það lítur allt vel út en eins og fyrr var sagt, passaðu upp á vinnuna þína. Þetta verður örugglega allt í lagi. Það getur verið að komi upp ágreiningur á milli þín og fjölskyldumeðlims þegar lok mánaðarins nálgast.

Tvíburinn

22. maí – 21. júní

Um leið og mánuðurinn byrjar muntu finna fyrir meðbyr, sérstaklega í atvinnumálum þínum. Tækifærin eru í sjónmáli og það er best að þú sért opin/n fyrir öllum tækifærum sem koma til þín.

Peningamálin eru í góðu lagi en það getur verið að upp komi ágreiningur í fjölskyldunni. Þú ættir að einbeita þér að vinnumálum því þú munt blómstra í mars. Þú munt finna fyrir þrýstingi um að leysa málin með fjölskylduágreininginn, jafnvel þó þú eigir engan hlut að máli.

Þó þú sért alltaf að reyna að bæta þig í samskiptum áttu stundum erfitt með að eiga í farsælum samskiptum. Það er því best fyrir þig að vera með plan sem þú heldur þig við, alveg sama hvað öðrum finnst.

Fylgstu með heilsunni þinni því þú gætir verið brothættari en vanalega og þarf að huga að hreyfingu og hollu mataræði.

Sjá einnig: Stjörnumerkin – Hvernig slakar þú á?

Krabbinn

22. júní – 23. júlí

Mars mun vera bæði jákvæður og neikvæður. Þér mun ganga vel í ástarmálunum á meðan félagslífið er ekki alveg að gera sig. Ef þig langar að fjölga mannkyninu gæti mars verið tilvalinn til þess, því heilsan þín er mjög góð.

Það gengur ekki allt eins og í sögu í atvinnu- og fjárhagsmálum. Þú verður bara að þrauka og halda þetta út. Ekki fara að leita þér að nýrri vinnu strax. Ef þér finnst þér vera hafnað af vinum þínu, gleymdu því bara, þetta er bara tímabundið ástand tengt stöðu stjarnanna. Þú getur meira að segja fundið fyrir óstöðugleika í samskiptum við fjölskylduna og hjónaband þitt gæti verið að breytast. Nándin verður meiri og ástin breytist.

Ekki láta fjölskyldudrama eyðileggja líf þitt. Nú er tíminn til að hugsa um heilsuna og draga úr stressi. Stress getur dregið þig niður og gert þig viðkvæmari. Haltu þig við það sem virkar og það sem virkar fyrir þig er að vera skapandi og ástrík/ur og hafa minni áhyggjur af peningum, vinum og fjölskyldu.

Ljónið

24. júlí – 23. ágúst 

Þú getur látið þig fara að hlakka til jákvæðra breytinga í starfsframa þínum. Það þýðir meira að segja að þú munt hafa meiri tíma til að hvílast og endurnýja orkuna þína. Þetta þýðir ekki að þú sért að fara að missa vinnuna heldur er vinnuumhverfi þitt að verða betra, meiri frítími og allt gengur vel.

Þessar breytingar verða góðar fyrir líkamlega og andlega heilsu þína. Þú þarft reyndar á því að halda þegar kemur að heimilislífinu, því það getur verið að það sé að byrja álagstími í sambandinu þínu.

Þú ert ekkert að raka inn peningum í starfinu þínu, þó allt gangi að óskum, sem býr til togstreitu. Þú verður ekki mikið í félagslífinu þennan mánuðinn en það er nákvæmlega það sem þú vilt og þarft. Tími fyrir þig. Heilsan lítur vel út og það er pottþétt af því þú hefur verið að passa upp á þig og ert meðvitaður/uð um hvað líkami þinn þarf.

Sjá einnig: 4 stjörnumerki sem elska að búa til rifrildi

Meyjan

24. ágúst – 23. september

Þú hefur aldrei verið manneskja sem situr á skoðunum þínum en í þessum mánuði gætir þú upplifað að þú hefur ekkert til að kvarta yfir. Ekki láta þér bregða þó þú fáir stöðu- eða launahækkun í mánuðinum.

Það gengur vel í starfinu og þú upplifir að vera akkúrat þar sem þú vilt vera, í vel launuðu og virtu starfi. Leyfðu þér að upplifa þakklæti og að gleðjast yfir velgengninni.

Það getur verið að það verði einhver togstreita í sambandinu því þér finnst eins og maki þinn sé alltaf að fylgjast með þér. Þér finnst eins og það sé haldið aftur af þér og ert með kvíðahnút og stundum langar þig að flýja úr þessu. Samskiptin milli ykkar eru bara þannig stundum að þið notið leiðinleg orð við hvort annað og það mun vera þannig þennan mánuð, svona í og með.

Vogin

24. september – 23. október

Það verður rómantík og ástríða í mars hjá Voginni. Þú ert í essinu þínu og þú ættir að nýta þér það til framdráttar. Leyfðu þér að fylgja straumnum og notaðu nýja reynslu til að hjálpa þér með framhaldið. Fjölskyldulífið verður svolítið upp og niður, engin rifrildi, eða ósætti. Heilsan er góð en fjárhagurinn verður eitthvað erfiður í þriðju viku mánaðarins.

Það getur verið að þú þurfir að einbeita þér meira að markmiðum þínum. Þú munt læra mjög mikilvæga hluti í þessum mánuði og þú ættir að einbeita þér að því að vaxa sem persóna og styrkja þig andlega. Þú hefur maka þinn með þér í þessu öllu og þú ættir að hugsa um sambandið þitt og notaðu þennan tíma til að gefa þig að sambandinu.

Sjá einnig: Í hvaða stjörnumerki er þinn sálufélagi?

Sporðdrekinn

24. október – 22. nóvember

Það sem mun koma þér í gegnum þennan mánuð er bara vinna, vinna, vinna. Og þó að þetta kunni að virðast truflandi fyrir heimilislíf þitt, þá mun það í raun bæta ástarlíf þitt, því þér líður vel í öllum aðstæðum ef framinn er í góðu lagi.

Það getur verið að þú sért að fara að ferðast eitthvað, hvort sem það er í einkalífinu eða vinnutengt. Þér gengur vel í starfinu þó það muni ekki endilega hagnast þér peningalega séð. Ekki láta það stoppa þig, peningar eru ekki allt, ekki satt?

Fjölskyldulífið gengur vel fyrir sig og ástarlífið er ástríðufullt og einfalt. Ef þú ert foreldri máttu búast við að barnið/börnin muni veita þér mikla gleði í þessum mánuði. Heilsufarið er gott og það er aðallega út af því að þú ert að rækta það sem þú elskar.

Bogmaðurinn

23. nóvember – 21. desember

Þú hefur átt betri daga, sérstaklega þegar kemur að fjölskyldunni, en þar kemur sjálfstæði þitt mikið til sögunnar. Þú verður í „sjálfsvarnarham“ fyrstu tvær vikur mánaðarins því það eru nokkur fjölskyldumál sem þig langar bara að virða að vettugi.

Ef þú lætur streituna vegna fjölskyldumálanna taka yfir, muntu gjalda fyrir það með heilsunni þinni. Þess vegna þarftu að stinga við fótum og hætta að gefa þessu tímann þinn og orku, ef það er ekki að ganga upp.

Úranus hefur áhrif á þig og getur valdið þér vandræðum. Það er því mikilvægt fyrir þig að halda skýrleika og fókus. Ef þú ert andleg manneskja væri örugglega gott fyrir þig að fara á góðan stað í huganum og taka því sem að höndum ber.

Vinnan gengur vel og það eru góðar líkur á því að fjárhagur þinn muni blómstra. Heilsan verður góð ef þú heldur þig frá stressi. Vertu heima eins mikið og þú getur og ef þú stundar hugleiðslu, reyndu að hugleiða einu sinni á dag í mars.

Sjá einnig: Stjörnumerkin og kynþokkinn

Steingeitin

22. desember – 20. janúar

Vanalega snýst líf þitt um starfsframann þinn en það getur verið að þú munir finna mótbárur í þessum mánuði. Þó svo að þú byggir hamingju þína á hvernig þér gengur í vinnunni, finnurðu ekki fyrir þeirri nautn sem vinnan veitir þér vanalega.

Þú munt sjá miklar framfarir þegar kemur að fjölskyldulífinu og það mun jafnvel bæta aðeins fyrir stressið varðandi vinnuna þína. Þú munt hitta nokkra vini þína í þessum mánuði en það verður ekki mikið um partý. Mundu að passa upp á heilsuna þína.

Þú munt heyra meiri kvartanir en vanalega frá samstarfsfélögum þínum, og það verður kannski leiðinlegur mórall sem gerir þig pirraða/n og bitra/n.

Með allt það sem er í gangi utan heimilisins, langar þig mest af öllu að drífa þig heim eftir vinnu til að vera með fjölskyldunni þinni því þau eru það dýrmætasta sem þú átt í heiminum. Passaðu heilsuna þína og passaðu upp á þig. Ekki láta vinnumálin heltaka þig.

Vatnsberinn

21. janúar – 19. febrúar

Jæja, það þurfti einhver að sleppa vel í þessum mánuði og það ert þú Vatnsberi. Þú finnur fyrir mikilli ábyrgð gagnvart fjölskyldunni og það sem þú munt leggja á þig mun gagnast þér og öllum sem í kringum þig.

Ef þú átt maka máttu búast við mikilli ást og ástríðu, sem er gott fyrir heilsuna þína. Það getur gerst að þú munir rífast við einhvern yngri meðlim fjölskyldunnar en það mun líða hjá.

Þú ættir að forðast öll plön um ferðalög í bili því þau kosta sitt. Vinnan verður krefjandi en ekki þannig að það muni hafa eitthvað að segja fyrir framtíðina. Þú mátt búast við skemmtun, ærslum, mat og fjölskyldutíma. Á fullu tungli er góður tími til að sýna þakklæti því þessi mánuður mun veita þér hamingju, öryggi og góða lukku.

Sjá einnig: Hvernig tjá stjörnumerkin reiði sína?

Fiskurinn

20. febrúar – 20. mars

Þó þetta sé að hluta til „þinn mánuður“ líður þér ekki þannig. Þér finnst erfitt að eiga skýr samskipti og finnst eins og enginn sé að hlusta á þig. Ert þú ekki að hlusta á þá, og þeir eru að hefna sín? Það gæti verið þannig og þá er þetta tíminn fyrir þig að horfa inná við. Heilsan þín er góð og þess vegna hefur þú allan tímann í heiminum til að vinna í andlegu hliðinni þinni.

Það getur komið upp ósætti í ástarsambandinu þínu vegna peningamála. Reynið að verða ekki steríótýpur af pari sem er alltaf að rífast og haldið peningatali utan svefnherbergisins.

Þar sem þessi mánuður er frábær fyrir þig til að horfa inn á við, er þetta líka góður til að ferðast og kanna nýjar slóðir. Ef þú ert manneskja sem lætur vaða í að gera hluti upp á þitt einsdæmi, gerðu það. Helst ein/n! Þú þarft á því að halda.

Heimildir: Yourtango.com

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here