Hrúturinn
21. mars — 19. apríl
Þú gætir fundið fyrir sterkri löngun til að fara út fyrir þægindarammann þinn og takast á við nýjar áskoranir í mars. Þú munt þroskast og vaxa sem manneskja og þú gætir viljað prófa nýja hluti, læra eitthvað nýtt og jafnvel taka einhverjar áhættur sem gerist ekki mjög oft hjá þér kæri Hrútur. Það er mjög líklegt að náttúrulegir leiðtogahæfileikar þínir fái að njóta sín og þú gætir kennt eða leiðbeint öðrum.
Heilsan þín verður fín en þú verður að hugsa aðeins um hvað þú borðar og hversu mikla hreyfingu þú stundar.
Það getur komið upp misskilningur meðal fjölskyldumeðlima. Það sem þú þarft að gæta að, er að vera skýr þegar þú tjáir þig, vera opin/n og heiðarleg/ur og ræða málin til að leysa þau. Núna er líka góður tími til að kynnast nýju fólki og eignast jafnvel nýja vini.