Stjörnuspá fyrir mars 2023 – Steingeitin

Steingeitin
22. desember — 19. janúar

Mars er góður tími til að endurmeta markmið þín og væntingar og einbeita þér að því að þróa áætlun til að láta draumana þína verða að veruleika.

Hinsvegar er mikilvægt að viðhalda jafnvægi og forðast að verða of upptekinn af sjálfum sér. Áherslan á persónulegan vöxt ætti ekki að koma á kostnað þess að vanrækja þarfir annarra eða sambönd þín. Þetta er góður tími til að rækta samkennd og vinna í samskiptum þínum við vini, fjölskyldu og maka.

Skapandi hæfileikar þínir og færni eru í forgrunni í mars og þú gætir fundið hjá þér þörf til að nota tjáningarþörf þína á nýjan hátt. Hvort sem það er í gegnum myndlist, skriftir eða annað þá skaltu nýta sköpunargáfu þína því hún er beintengd við innsæi þitt. Þegar þú skapar, hugsar þú skýrar. Það er bara þannig. Það verða einhverjar hindranir á vegi þínum í mars en hindranir eru bara til að stökkva yfir þær. Þú þarft bara að vera með jákvætt viðmót því þá eru þér allir vegir færir.