Stjörnuspá fyrir mars 2025 – Hrúturinn

Hrúturinn

21. mars – 19. apríl

Mars byrjar af krafti fyrir Hrútinn! Fyrstu vikurnar í mánuðinum geturðu fundið fyrir þörf til að hægja á þér og endurskoða markmið þín. Vegna stöðu stjarnanna finnurðu fyrir endurnýjaðri orku og sjálfstrausti um miðjan mánuðinn.

Þessi mánuður er góður þegar kemur að fjölskyldunni og hittingum. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af fjármálum og það ætti að láta þig finna fyrir öryggi, en vertu skynsamur í fjármálum.

Vinna og samskipti ganga vel, en gættu þín á því að verða ekki of stjórnsamur í samböndum. Það er einhverskonar samband að fara að taka enda og getur það átt við vinasambönd, vinnusambönd eða ástarsambönd.