Stjörnuspá fyrir nóvember 2020

Þvílíkir tímar! Þetta eru alls ekki uppbyggilegir eða skemmtilegir tímar og margir orðnir ansi þreyttir á að þurfa að halda fjarlægð og dvelja mikið heima hjá sér. Það virðist þó vera að margir séu að nota þennan tíma til að gera góða hluti eins og að vinna í heimili sínu, fá sér gæludýr, spila við fjölskylduna og fleira.

Öll vonum við auðvitað að leiðin sé bara upp á við núna en tíminn einn getur leitt það í ljós. Á meðan skulum við fara að öllu með gát, vera heima, nota grímur, spritta okkur vel og vandlega og passa upp á handþvottinn.

Stjörnuspáin fyrir nóvember er komin í hús og hér kemur hún.

Hrúturinn 

21. mars – 20. apríl

Þú ert að fá orkuna þína aftur og ástríðan er að koma til baka sem aldrei fyrr. Þú ert alveg með það á hreinu fyrir hverju þig langar að berjast fyrir og getur haldið áfram án þess að láta nokkuð trufla þig. Leitaðu uppi tækifæri til að bæta fjárhag þinn og starfsferil. Nánd við fólkið þitt getur orðið meiri og ekki vera feimin/n við að vera berskjölduð/aður og vertu heiðarleg/ur við aðra varðandi þínar fyrirætlanir.

Hugmyndir þínar, rannsóknir, skrif og hæfileikar munu koma þér á toppinn.

Nautið

21. apríl – 21. maí

Þú munt jafna út málin varðandi erfið mál og koma hlutunum á réttan kjöl, með samningum, samstarfi eða samningagerð sem gerir lífið auðveldara. Þér býðst nýtt tækifæri í gegnum einhvern sem þú þekkir, jafnvel nýtt starfstilboð. Í ástarmálunum gætirðu verið tilbúin/n að taka næsta skref með ákveðnum aðila. Vertu alveg heiðarleg/ur með hvern og hvað þú vilt.

Tvíburinn

22. maí – 21. júní

Ef þú hefur verið hikandi varðandi markmið þín og hvernig þú átt að ná þeim, þá er að birta til í þeim málum. Þú ert á krossgötum og þú þarft að leita leiða til að vera jarðtengd/ur og einbeita þér að einum degi í einu. Gerðu eitthvað sem veitir þér gleði alla daga. Ef þú hættir í sambandi í nóvember er það til hins besta.

Krabbinn

22. júní – 23. júlí

Þú ert í góðu stuði þennan mánuðinn og ert að fylgja markmiðum þínum. Þú gætir meira að segja ákveðið að breyta algjörlega um starfsvettfang. Þegar kemur að sköpunargáfu þinni ertu í „essinu þínu“ svo þú ættir að fylgja hjarta þínu og leyfðu ástríðunni að leiða þig. Það sama á við um ástarlífið þitt þar sem allt lítur vel út í þeim efnum. Á sama tíma er leyndarmál að koma upp á yfirborðið sem mun verða til þess að þú þarft að horfast í augu við þinn innsta ótta.

Ljónið

24. júlí – 23. ágúst 

Ástríðan er að koma aftur og fyllir þig von á framtíðina á sama tíma og þú finnur aukinn kraft til að skapa þér góða framtíð. Þú þráir að læra nýja hluti og ættir kannski að íhuga að fara í nám eða sækja námskeið. Heimilið og fjölskyldan eru í forgrunni hjá þér og flutningar geta verið í kortunum. Þið gætuð jafnvel verið að hugsa um að bæta við fjölskylduna.

Meyjan

24. ágúst – 23. september

Þú uppgötvar að þú hefur verið að vanmeta sjálfa/n þig og þú munt sækja í þig veðrið í nóvember. Þú gætir gert þetta með því að slíta tengsl við fólk sem hefur neikvæð tilfinningaleg áhrif á þig. Þú horfist í auga við ótta þinn, kemur fjármálum þínum í rétt horf og notar hæfileika þína. Nýttu þér kunnáttu þína og getu og það mun opna tækifæri fyrir þig.

Vogin

24. september – 23. október

Ef peningamálin hafa verið í rugli, mun það breytast í nóvember ef þú nýtir tækifærin sem þér bjóðast. Nú er komið að því að leita ráðgjafar og læra af fólki sem veita þér jákvæðan og drífandi innblástur. Sumt fólk í merkinu fær tækifæri til útgáfu og fræðslu. Mundu að þú ert mikils virði og ert hæfileikarík/ur og átt ekki að leyfa neinum að segja þér neitt annað. Lifðu lífsins til fulls.

Sporðdrekinn

24. október – 22. nóvember

Það geta verið ákveðnar hindranir á vegi þínum þessa dagana en ekkert sem er ómögulegt. Ef þig vantar að rífa þig upp er gott að huga að heilsunni þinni núna og takast á við hluti sem þú hefur verið að fresta. Sambönd og samskipti við aðra verða einfaldari enda er „sjarmi“ þitt ómótstæðilegur. Fjármál geta orðið flókin svo þú ættir að gera áætlun. Mundu alltaf að þú ert sterk manneskja og getur allt sem þú vilt.

Bogmaðurinn

23. nóvember – 21. desember

Draumar geta ræst og í nóvember muntu finna fyrir eldmóði sem hefur ekki verið til staðar seinustu mánuði. Sköpunarkraftur þinn kviknar á ný sem getur leitt þig til nýrra og spennandi ævintýra, sem og ástarævintýra. Mundu að þegar þú ert glettin/n og skapandi er kynþokki þinn í hámarki.

Steingeitin

22. desember – 20. janúar

Þessi mánuður getur verið mjög tilfinningaþrugninn, sérstaklega ef þú hefur verið að halda tilfinningum þínum niðri eða halda í einhvern löngu liðinn atburð. Það er komin tími til að losa um spennu. Það getur verið að þú sért að fara að flytja eða að taka stóra ákvörðun sem getur breytt lífi þínu. Þú munt fá peninga úr óvæntri átt og þú þarft að taka heilsuna þína í gegn í þessum mánuði.

Vatnsberinn

21. janúar – 19. febrúar

Búðu þig undir kaflaskil, sérstaklega þegar kemur að markmiðum þínum og starfsframa. Ef þú hefur verið að velta fyrir þér að söðla um, er tíminn núna. Passaðu upp á að eiga góð samskipti. Ef þú finnur fyrir eirðarleysi eða kvíða ættirðu að leita til þinna nánustu. Þú ættir að grafa upp sköpunargáfuna þína sem hefur verið haldið niðri árum saman. Ástarmálin verða mjög skemmtileg og spennandi.

Fiskurinn

20. febrúar – 20. mars

Eitthvað sem þú hefur verið að vinna hörðum höndum að, gæti borið sinn ávöxt í nóvember. Það mun auka sjálfstraust þitt. Að minnsta kosti muntu fá tækifæri sem þú hefur ekki fengið áður, sérstaklega ef þú tekur frumkvæði. Þetta getur einnig verið rétti tíminn til að finna köllun þína í lífinu. Varðandi heimili og fjölskyldu, þá eru hlutirnir að fara að breytast, jafnvel er von á fjölgun.

Heimildir: Bustle.com

SHARE