
Fiskurinn
19. febrúar — 20. mars
Þú munt finna fyrir aukinni trú á sjálfa/n þig og auknum metnaði sem verður þér innblástur í að elta draumana þína. Að því sögðu þá verður þú að passa að flýta þér ekki of mikið og flýja óþægileg augnablik.
Þig langar að taka skyndiákvörðun, eins og að hoppa í næstu flugvél og kanna heiminn. Hlustaðu á hvað hjartað er að segja þér og leyfðu því að ráða í þetta skipti. Þetta á ekki bara við um utanlandsferðir heldur bara allt sem þú þarft að gera.