Stjörnuspá fyrir nóvember 2022 – Hrúturinn

Hrúturinn
21. mars — 19. apríl

Þú hefur fundið fyrir pressu um að vaxa og gera sífellt betur og betur þá þarftu á sama tíma að læra að slaka á og taka hlutunum með mátulegu kæruleysi. Þú gætir hugsanlega fengið tækifæri til að taka smá frí í nóvember eða jafnvel að læra eitthvað nýtt, námskeið í einhverju eða eitthvað álíka.

Haltu þér. Það getur eitthvað gerst sem truflar rútínuna þína eða þú týnir einhverju sem skiptir þig miklu máli. Það mun reyna á öryggistilfinninguna þína og sjálfstraustið þitt. Upp úr miðjum mánuðinum muntu uppgötva að það er ekkert svo mikið mál að leyfa hlutunum bara að gerast, á ófyrirséðan hátt. Mundu bara að breytingar eru tímabundnar.

pr