Stjörnuspá fyrir nóvember 2022 – Nautið

Nautið
20. apríl — 20. maí

Sambönd þín við þína nánustu verða í brennidepli í byrjun nóvember. Erfitt samband þitt við tiltekinn aðila verður mjög krefjandi en það mun lagast í kringum 10. nóvember. Þú þarft bara að halda það út.

Ef maður er í sjálfsvinnu og er að uppgötva eitthvað nýtt þá getur það orðið til þess að þú kemst að óþægilegum hlutum, bæði um sjálfan sig og aðra. Þú þarft að læra að fyrirgefa þér mistök fortíðarinnar. Það sem skiptir mestu máli er að þú lærir af reynslunni og farir að leysa vandamálin á heilbrigðari hátt en áður.