Stjörnuspá fyrir nóvember 2022 – Tvíburinn

Tvíburinn
21. maí — 20. júní

Þú gætir fengið afsökunarbeiðni úr mjög óvæntri átt í nóvember. Þessi afsökunarbeiðni verður til þess að þú getur lokað ákveðnum kafla í lífinu. Reyndu að komast yfir vandamál og gremju eins hratt og hægt er, því þú vilt ekki að þín vandamál bitni á öðrum.

Gefðu þeim sem þú elskar tíma, ást og athygli og leyfðu þér að hlakka til framtíðarinnar. Ekki láta tilfinningar þínar halda aftur af þér.

Þér gæti fundist allt vera á móti þér um tíma í nóvember en það besta sem þú getur gert er að halda þig til hlés. Ekki fara af stað í neinar „orrustur“ því þú ert ekki að fara að hafa betur.