Stjörnuspá fyrir nóvember 2022 – Vatnsberinn

Vatnsberinn
20. janúar — 18. febrúar

Mánuðurinn byrjar á ákveðinni heilun og er kjörinn til að kafa djúpt inná við og skoða hvernig æska þín hefur haft áhrif á tilfinningatengsl þín. Það gæti meira að segja skapast tækifæri til að ljúka ákveðnum ágreiningi við fjölskyldumeðlim.

Þú hefur verið að leitast eftir viðurkenningu í vinnumálunum og það mun koma að þeim tímapunkti, þar sem þú þarft að spyrja þig hvað það er raunverulega sem þú vilt með þessu.