Ó veturinn byrjaði með hvelli hjá okkur á þessu fallega, harðbýla landi. Snjórinn mættur og allt að gerast. En það eru skemmtilegir mánuðir framundan og því um að gera að horfa björtum augum fram á veginn og njóta allra mánaða ársins, því þeir hafa jú allir eitthvað til brunns að bera.
Hér er svo komin stjörnuspá fyrir október:
Hrúturinn
21. mars – 20. apríl
Þú ert stolt, sjálfstæð manneskja þegar þú vilt vera það kæri Hrútur. Innst inni veistu það samt að það jafnast ekkert á við að eiga besta vin/vinkonu sem skilur þig og/eða góðan samstarfsmann/konu. Það er ómetanlegt. Ef þú gefur þér tíma í október til að sinna þínum nánustu samböndum í október mun það heldur betur borga sig, og þið munuð ná nýjum hæðum.
Þó þú sért ekki mikið fyrir það að taka áhættur eða stór skref úti í hinum stóra heimi, þá mun það, þegar upp er staðið, kveikja á krafti innra með þér og þú munt eiga æðislega tíma með fólkinu þínu. Nýttu hvert tækifæri sem gefst til að láta fólkið þitt vita hversu vel þú kannt að meta þau og þú viljir taka tillit til þeirra í ákvarðanatökum.
Nautið
21. apríl – 21. maí
Heilsa þín og vellíðan ætti aldrei að vera sett í 2. sæti hjá þér. Forgangurinn hjá þér í þessum mánuði ætti að vera sjálfshjálp og að vinna í að verða betri manneskja í dag en þú varst í gær og veittu því athygli hvernig líkamlegt ástand þitt hefur áhrif á hugarástand þitt. Ef þú gerir þessa innri vinnu geturðu komið auga á og skipt út öllu neikvæðu viðhorfunum og skipt þeim út fyrir sjálfsást.
Hættu að efast um sjálfa/n þig og reyndu að auka sjálfsöryggi þitt og þá munu þér ver allir vegir færir í framhaldinu. Taktu þér þinn tíma í þetta og vertu viss um að þú sért í góðu andlegu og líkamlegu formi áður en þú tekst á við nýjar áskoranir.
Tvíburinn
22. maí – 21. júní
Ef þú hefur verið að bíða eftir rétta tímanum til að fara aftur í að „deita“ þá er sá tími loksins kominn. Ef þú ert í sambandi nú þegar er kominn tími til að taka sambandið á næsta stig. Passaðu þig á að hugsa vel um þig og heilsuna þína og ræktaðu sambandið við þína nánustu. Þetta finnst þér kannski of mikið til að hugsa um allt í einu en ekki láta það stoppa þig.
Ef þú lendir í því að finnast hlutirnir vera yfirþyrmandi, skaltu leita til annarra og hafðu í huga að það þarf oft að færa fórnir til þess að hlutirnir gangi smurt fyrir sig.
Sjá einnig: Hvað þola stjörnumerkin ekki?
Krabbinn
22. júní – 23. júlí
Þú gætir verið að koma að þeim tímapunkti að þú þurfir að taka stóra ákvörðun hvað varðar vinnuna þína og félagslífið. Það mun gera þér kleift að loka ákveðnum köflu og nota orkuna þína á heimili þínu og í fjölskylduna þína. Finndu út hvað það er sem glæðir líf þitt gleði og gerðu það að forgangsatriði. Gæðastundir með þínum nánustu eða bara afslappandi tími heima við, mun færa þér mikla orku.
Það getur komið þér örlítið út af sporinu ef þú leyfir öðru fólki að segja þér í hvað þú ættir að verja frítíma þínum eða að hverju þú átt að einbeita þér. Lifðu lífinu eins og þú vilt, þó það sé ekki nákvæmlega í samræmi við það sem aðrir ráðleggja þér.
Ljónið
24. júlí – 23. ágúst
Þú ert að koma þér í daglega rútínu í þessum mánuði og þarft að gera þitt besta til að njóta tímans á milli afreka þinna. Ef þú setur alla þína orku í þau svið lífsins sem krefjast þess að þú hafir samskipti og deilir hugmyndum þínum með öðrum, gæti það leitt til ánægjulegrar útkomu til lengri tíma litið. Þegar sköpunarneistinn hefur kviknað ættirðu að rifja upp eitthvað sem þú hefur skrifað eða verk sem þú hefur verið að fresta í einhvern tíma.
Gakktu úr skugga um að hvatir þínar séu heilbrigðar og þú sért að vinna að því að koma til móts við þínar eigin þarfir til forðast það að vinna yfir þig.
Meyjan
24. ágúst – 23. september
Ný tækifæri til að græða peninga eða auka innkomuna í því starfi sem þú gegnir núna, munu koma í þessum mánuði. Vertu viss um að þú takir á móti og haldir í öll tækifæri sem koma upp í hendurnar á þér. Allt erfiðið sem þú hefur gengið í gegnum, fer loksins að bera ávöxt og þú ferð að uppskera eins og þú sáðir.
Íhugaðu hvort þú þurfir að vinna einhverja andlega vinnu, vegna þess að þú átt það til að vera svolítið stíf/ur og passasöm/samur með þínar leiðir og aðferðir í lífinu. Allt sem þú gefur frá þér færðu til baka svo það er allt í lagi að gefa af sér, þú tapar ekki á því.
Vogin
24. september – 23. október
Sýndu þinn innri, sanna persónuleika alla daga og taktu eftir því þegar þú ert farin/n að breyta hegðun þinni eða halda aftur af þínum skoðunum til að þóknast öðrum. Þú munt komast að því að fólkið sem elskar þig fyrir það hver og hvernig þú ert, mun verða enn nánara þér en ella og tengingin verðu mun dýpri.
Hinsvegar er til fólk sem mun setja sig upp á móti þessum breytingum því vanalega ertu alltaf sammála þeim, í stað þess að segja að þú sért ósammála. Stattu á þínu og segðu sannleikann, þó svo að það geti framkallað tímabundinn núning.
Sjá einnig: 3 stjörnumerki sem eru með besta innsæið
Sporðdrekinn
24. október – 22. nóvember
Ef þú tekur þér tíma til að fókusa á andlegu heilsuna þína og þínar innstu þrár í október, mun það gjörbreyta því hvernig þú virkar á annað fólk og hvernig þú berð þig. Það erfiðasta við breytingar í undirmeðvitundinni er að koma þeim út í dagsdaglega lífið þitt. Getur þú verið það agaður/öguð að þú sjáir þegar þú hegðar þér á óheilbrigðan hátt sem er ekki í samræmi við þá persónu sem þú vilt vera.
Taktu eina ákvörðun á hverjum degi um að gera eitthvað öðruvísi en vanalega til að minnka innra álagið á þér og kröfurnar sem þú gerir á sjálfa/n þig. Ef þú gerir þetta meðvitað mun það gera líf þitt mun auðveldara.
Bogmaðurinn
23. nóvember – 21. desember
Þín náttúrulega, aðlaðandi orka mun draga að þér fullt af nýjum andlitum þennan mánuðinn. Þér finnst þú vera á réttum stað í lífinu. Reyndu að nota þessa orku þér til framdráttar, blandaðu geði við aðra til að fá frekari stuðning við að koma af stað verkefnum þínum og hugmyndum. Þú upplifir yfirvofandi þrýsting á að bæta fjárhag þinn en þrýstingurinn kemur væntanlega að innan frá.
Ekki einbeita þér bara að lokaútkomunni, heldur leyfðu þér bara að njóta ferðarinnar. Þér tekst þetta allt á þínum eigin tíma og ert ekki að keppa við neinn.
Steingeitin
22. desember – 20. janúar
Þú munt vera upptekin af nýjum frama í þessum mánuði. Þú vinnur hart að því að uppfylla drauminn þinn sem gefur þér nýjan tilgang. Þú ættir samt að velta fyrir þér hvort þú sért að leyfa ætlunarverkum þínum og orðspori að skilgreina þig. Taktu þér tíma til að velta fyrir þér hvers virði þér finnst þú vera og hvernig það hefur áhrif á persónulega líf þitt.
Þú kemst að því að þú munt taka betri ákvarðanir sem eru meira í átt við það hver þú ert, frekar en að vanrækja hluta af þér og sambönd þín, til þess eins að eignast peninga.
Sjá einnig. Hvaða hundategund hentar hverju stjörnumerki?
Vatnsberinn
21. janúar – 19. febrúar
Djúpar breytingar á gildum þínum og skoðunum munu breyta því hvernig þú dæmir og hefur samskipti við aðra. Þig langar mikið að til þess að deila hugmyndum þínum, tengjast nýju fólki og veita vinum þínum innblástur. Ekki gleyma þér í skyndilegri þrá þinni eftir athygli, og mundu að það er allt í lagi að hafa ekki alltaf svör við öllu. Það geta orðið breytingar í því hvar metnaður þinn liggur og það getur verið að það séu flutningar í kortunum, ferðalög eða frekara nám.
Stígðu út fyrir þægindarammann þinn til að vaxa og halda einbeitingu.
Fiskurinn
20. febrúar – 20. mars
Það getur verið að þú finnir fyrir aftengingu við vini þeirra og samfélagið þar sem þau virðast ekki skilja þínar skoðanir og þér finnst þú ekki fá þann stuðning sem þig vantar. Þetta getur kennt þér að fylgja innsæi þínu, án þess að allir þurfi að vera sammála þér.
Það eru margir sem eru sammála þér án þess að þú gerir þér það ljóst en þeir munu fara að nálgast þig og lýsa yfir stuðningi við þig. Bæði fjárhagslega og tilfinningalega. Það mun hjálpa þér að ná markmiðum þínum. Stundum er best að vinna vel í einrúmi og láta velgengni þína tala sínu máli.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.