Stjörnuspá fyrir október 2022 – Krabbinn

Krabbinn
21. júní — 22. júlí

Október er kjörinn mánuður til að skipuleggja framtíð þína og breyta draumum þínum í veruleika.

Það rennur upp fyrir þér að þú þarft ekki að standa og sitja eins og einhver annar segir þér að gera. Þú ert sjálfstæð manneskja elsku Krabbi. Það er eitthvað óréttlæti búið að krauma undir yfirborðinu, hvort sem það er í vinnu, einkalífinu eða í vinahópnum og þú sættir þig ekki við það lengur.