Stjörnuspá fyrir október 2022 – Tvíburinn

Tvíburinn
21. maí — 20. júní

Hugur þinn er rosalega virkur þessa dagana og þú ert svakalega virk/ur. Passaðu þig samt að fylgjast með önduninni þinni og anda reglulega ofan í maga. Það hitnar eitthvað í kolunum í félagsskap sem þú ert í og þú gætir þurft að stíga upp og taka um stjórnvölin.

Þú þarft líka að standa með sjálfri/um þér og láta í þér heyra. Það mun gerast og þegar þú byrjar að tala getur þú ekki hætt. Þú hefur þagað of lengi.

Uppúr 20. okt ættir þú að taka þér smá pásu frá samfélagsmiðlum og safna orku, kæri Tvíburi. Þú þarft á því að halda.