
Vogin
23. september — 22. október
Þú ert að fara að taka eitthvert samband sem þú átt í, yfir á næsta þrep. Ekki láta óöryggi þitt flækjast fyrir því sem hjarta þitt þráir.
Fjármálin eru að glæðast og þú finnur fyrir eldmóði og miklum drifkrafti. Þú þarft samt að takast á við djúpstæðan ótta þinn við að missa það sem þú hefur unnið að því að eignast.
Þú hefur mikinn tíma fyrir sjálfa/n þig í þessum mánuði elsku Vog og þú munt njóta þess í botn.