Stjörnuspá fyrir september 2022 – Meyjan

Meyjan
23. ágúst — 22. september

Þú verður að halda ró þinni á krefjandi augnablikum í vinnunni. Þú ættir að forðast þá sem vilja þér ekki vel og ef þú átt fyrirtæki þarftu að einbeita þér betur að þínum núverandi viðskiptavinum. Vertu varkár þegar kemur að peningum og þú ættir að forðast að lána peninga eða taka lán í þessum mánuði.

Það verður heilbrigt jafnvægi á milli einkalífs og atvinnulífs hjá þér. Vertu áreiðanleg/ur þegar þú átt samskipti við yfirmenn og yfirvöld og forðastu að lenda í einhvers konar rifrildi. Ástvinir þínir treysta á að þú sjáir um þá núna en þú verður að muna að dekra við sjálfa/n þig og eiga í þroskuðum samskiptum við alla fjölskyldumeðlimi þína.