Stjúpfaðir Kardashian systranna, Bruce Jenner er loksins tilbúinn að ræða útlitsbreytingar, en það sem fyllti mælinn ætti ekki að koma neinum á óvart.
Í síðustu gaf slúðurtímaritið InTouch út tölublað þar sem mikið breytt mynd af Bruce prýddi forsíðuna. Andlit raunveruleikastjörnunnar og Ólympíufarans hafði verið sett á líkama Dynasty stjörnunnar Stephanie Becham.
Fyrrverandi eiginkona Bruce Jenner, Kris Jenner var sögð hafa orðið brjáluð yfir þessu. Fleiri tóku sig til og stóðu með Bruce. Grínistinn Russel Brand tók sig til og birti myndband á Youtube þar sem hann talaði um að þetta væri einelti og bað fjölmiðla vinsamlegast að hætta. Hann benti áhorfendum einnig á að kynna sér málefni transfólks á GLAAD.org.
Kris og Bruce hafa ákveðið að ræða útlistbreytingar hans í nýjustu þáttaröðinni af Keeping Up With The Kardashians en þátturinn hefur göngu sína á ný þann 8. febrúar.
Tengdar greinar:
Slúðurtímarit breytir stjúpföður Kim Kardashian í konu
Enn fleira sem styður þá sögu að Bruce Jenner er á leið í kynleiðréttingu
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.