Ef þú lendir í því óhappi að vera með blæðandi sár, hvort sem það er lítil skráma eða fossblæðandi sár getur þú hægt á blæðingunni eða jafnvel stöðvað hana með þessu snilldarráði sem er komin beina leið frá indjánunum í Ameríku. Þessi aðferð hefur verið notuð í þúsundir ára, en indjánarnir höfðu þann vanann á að setja cayenne pipar á öll sín sár, svo hann getur verið tilvalinn til að hafa með sér ef þú ert að fara í ferðalag.
Sjá einnig: Tíu jurtir sem hafa bólgueyðandi áhrif
Stráðu einfaldlega pipar yfir sárið og blæðingin ætti að hætta innan skamms. Ef blæðingin er mikil, getur verið gott að blanda einni teskeið saman við vatn og drekka blönduna, því það hægir einnig á blæðingunni. Cayenne pipar hjálpar til við storkun á blóðinu, svo stöðvar blæðinguna og hraðar storknun og er því þarfaþing inn á hvert heimili.
Sjá einnig: Hvað er bólguhamlandi fæða? en bólguhvetjandi?
Sjá einnig: Fæðutegundir sem geta eytt krabbameinsfrumum
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.