
Samkvæmt frétt frá News Channel Nebraska var lögreglunni gert viðvart um mann sem ók bíl með því sem þá var lýst sem „dýr“ í framsætinu.
Dýrið reyndist hins vegar vera stórt Watusi-naut sem stóð uppúr farþegasætinu í bíl mannsins. Ökumaðurinn, Lee Meyer, var á endanum stöðvaður af viðbragðsaðilum. Lögreglan fékk nokkra gagnrýni frá fólki sem þekkti til mannsins þar sem dýrið gegnir áberandi hlutverki í árlegri skrúðgöngu á ári hverju.
Lee var því aðeins áminntur og beðinn um að keyra ekki með nautið nema við sérstakar aðstæður eða þegar vegum er lokað vegna skrúðgangna………..”Only in America”

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.