Robin Baker er ljósmyndari sem sérhæfir sig í myndatökum af fæðingum. Hér var par að eignast tvíbura og náði Robin þessum einstöku myndum.
Robin sagði að þessi fæðing hefði átt sér stað á heimili parsins og gengið svo vel að börnin voru bæði komin í heiminn áður en ljósmóðir kom á staðinn.
Þessir foreldrar hafa reynslu af heimafæðingum en þau eiga eitt barn fyrir sem fæddist heima. Barn A fæddist og þau höfðu 30 mínútur með því barni áður en barn B kom í heiminn, enn í líknarbelgnum.
Robin hefur fest á filmu yfir 70 fæðingar og segir að þessir foreldrar hafi verið einstaklega rólegir.
Barn B fæddist í belgnum
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.