STÓRSIGUR: Írar lögleiða hjónabönd samkynhneigðra með þjóðaratkvæðagreiðslu

Írar gengu til þjóðaratkvæðagreiðslu um lögleiðingu hjónabanda samkynhneigðra nú um helgina og var tillagan samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Þannig verður Írland fyrsta land í heimi sem lögleiðir hjónabönd samkynhneigðra með þessum hætti, eða með beinni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Fagnaðarlæti brutust víða út á götum Írlands þegar niðurstöðurnar lágu fyrir og hafa helstu miðlar heims sjónvarpað frá atburðinum, sem markar merk þáttaskil í réttindabaráttu samkynhneigðra, en á vef Guardian segir meðal annars:

Niðurstöður þjóðaratvækagreiðslu marka þáttaskil í sögu Írlands frá því sem áður var íhaldsamt, kaþólskt ríki og til umburðarlyndari, vísýnni lýðveldisríkis. Baráttufólk fyrir réttindum samkynheigðra binda vonir við að lögleiðing hjónabands samkynhneigðra muni senda öðrum ríkjum heims sterk og afgerandi skilaboð.

Þess má geta að refsilög við samkynhneigð í Írlandi voru afnumin árið 1993.

SHARE