Stórsniðugt: Lærðu að kæla ylvolgan bjór á mettíma!

Ertu á ferðalagi um funheita Evrópu í sumarhitanum? Er ferðinni heitið í matvöruverslun á meginlandinu til að kaupa “ískalda” bjórkippu sem reynist svo ylvolg í svækjunni þegar á hólminn er komið?

Engar áhyggjur! Norðmenn frændur okkar virðast kunna ráð við flestu og þannig birti Aftenposten stórskemmtilegt kennslumyndband af því hvernig má kæla ylvolga bjórkippu í sumarsvækjunni á meginlandinu með litlum fyrirvara.

 

Allt sem til þarf er sæmilegt magn af klaka, slurkur af salti og vísindin sjá um rest: 

 

 

SHARE