Strætisvagnabílstjóri stöðvar vagninn og bjargar lífi konu!

Lífið er eilíf áskorun og stundum er sú áskorun meira verkefni en við ráðum við. Lífið er erfiðast þegar það virðist vonlaust. Á slíkum stundum þurfum við að hafa einhvern sem við getum talað við, grátið hjá, einhvern sem minnir okkur að lífið mun verða betra.

Hér stöðvar strætisvagnabílstjóri áætlunarferð sína til að aðstoða ókunnuga konu og fá hana til að endurskoða afstöðu hennar sem ekki yrði afturtekin.

Svona myndbönd minna mig á það góða sem býr í fólki og að við eigum að styðja og hugsa um náungann á hverjum einasta degi.

Á Íslandi sviptu 336 manneskjur sig lífi á árunum 2001-2010. Hjálparsími Rauða krossins er 1717.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”H9l2TaLb9Xs”]

 

SHARE