Í ljósi umræðu seinustu mánaða er eitt sem hefur brunnið á mér. Þetta er bara litlar en óskaplega þarfar upplýsingar sem gott er fyrir alla af karlkyni að vita. Það þarf greinilega einhver að segja ykkur þetta og ég skal taka það á mig.
Nú hef ég gert óformlegar kannanir í svolítinn tíma og spurt konur, ungar stelpur, hvort þeim finnist aðlaðandi eða kynæsandi að fá sendar myndir af getnaðarlimum drengja/karla. Ég hef spurt fjöldan allan af konum/stelpum og alltaf er svarið það sama og svipurinn eftir því: „Nei, ég skil ekki af hverju þeir eru að senda svona myndir.“
Auðvitað eru einhverjar undantekningar á þessu þar sem konur eru að fíla þetta og er þessari færslu ekki ætlað að gera lítið úr þeim. Alls ekki. Fólk má hafa sínar þrár og sín „kick“ og það er allt í lagi. En flestar af þeim sem ég hef spurt út í þetta segjast frekar vilja sjá myndir frá mitti og upp, eða bara mann í flottum boxer og svo framvegis.
Niðurstaðan er því þessi:
Fæstar stelpur/konur hafa áhuga á að fá ljósmynd senda af getnaðarlimum ykkar, í reisn eða ekki. Ekki senda typpamyndir á stelpur sem þið viljið heilla. Það virkar ekki.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.