Konur hafa birt myndir af sér á Facebook og Instagram, síðustu daga þar sem þær eru ómálaðar. Myndirnar eru til þess að minna fólk á að vera vakandi fyrir brjóstakrabbameini. Karlmenn hafa nú gert slíkt hið sama til að auka meðvitund fólks um krabbamein í eistum, en til þess að vera með þarftu að taka mynd af þér með sokk á typpinu.
Átakið heitir #cockinasock og er alveg þess virði að kíkja á það. Eigum við ekki að skora á íslenska karlmenn að taka þátt í þessu skemmtilega átaki?
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.