Strákar prófa brazilískt vax á eigin skinni í allra fyrsta sinn

Ef fleiri karlmenn bara stigu skrefið. Pöntuðu tíma á snyrtistofu, klæddu sig úr buxunum … og leggðust á bekkinn. Ekki í þeim tilgangi að verða snyrtilegri í kjallaranum, heldur einfaldlega til að skilja hvað það er sem konur ganga í gegnum á nokkurra vikna fresti … þær sem leggja í vaxið.

Að ekki sé minnst á það brasilíska.

Hér má sjá hræðilega hlægilega syrpu sem sýnir hvað gerist þegar karlmenn gera einmitt það; ganga inn á snyrtistofu, leggjast á bekk snyrtifræðings og gefa allt eftir í þeim eina tilgangi að fletta ofan af þeim leyndardómi sem brasilískt vax felur í sér.

Eins og snyrtifræðingurinn sjálfur segir; næst þegar þú ferð fram á það við kærustuna þína að hún trítli í vax … skaltu segja henni að þú komir með. Hafir bókað tíma og að þið getið bæði farið gegnum upplifunina á sama tíma.

Hugguleg uppástunga, ekki satt?

SHARE