Þetta fór einhvern veginn svona; hópur karlmanna fær það verkefni í hendur (í bókstaflegri merkingu) að greina innri kynfæri kvenna – með læknisfræðilegt módel af grindarbotninum og þeim líffærum sem svæðinu tilheyra.
Spurt er: Hvaðan kemur pissið?” og Hvar er leghálsinn?” og þá tóku mál að vandast.
(Ábending: Konur pissa ekki með endaþarminum …)
Buzzfeed ræðst aftur til atlögu – í þetta sinnið með spurningu allra tíma í höndum: Hvernig virka konur?
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.