Stranglega bönnuð auglýsing: Er þetta ógeðfelldasti óður til Mæðradagsins sem sögur fara af?

Engan skyldi þó undra þó auglýsingin, sem má sjá hér að neðan, hafi vakið heift, hneykslan, reiði og jafnvel fyrirlitningu þeirra sem greina hvað glaðlynda konan í litríka kjólnum er í raun að gera meðan hún dansar glaðlyndislega og flissar framan í spegilinn.

Auglýsingin, sem er ætlað að heiðra Mæðradaginn sem brátt rennur upp, er spænsk að uppruna og var upphaflega hugsuð sem skörp ádeila á stranga löggjöf um fóstureyðingar á Spáni með þeim tvíræða árangri að gripið var til ritskoðunar fljótlega eftir birtingu hennar, þar sem svæsnasta atriði í þessari 20 sekúndna paródíu var klippt út. Svo mikla hneykslun almennings hefur auglýsingin vakið að spænsk yfirvöld hafa jafnvel íhugað að sækja lögbann á ungu konuna í litríka kjólnum með öllu. 

En hvað er svona svakalegt við 20 sekúnda klippu af ungri og glaðlyndri konu í litríkum sumarkjól? Jú, auglýsingin hefst á dansi ungu konunnar, sem flissar fjörlega fyrir framan spegil. Því næst grípur hún í stóra, uppblásna blöðru sem hún treður með heiftarlegum og merkilega öflugum tilburðum undir fallegan sumarkjólinn (þetta er sumsé tákngerving þeirrar þrá konunnar að eignast barn; verða móðir).

Því næst stígur fallega, unga konan hömlulaus (og hálf vitstola) gleðispor fyrir framan spegilinn (til heiðurs Mæðradeginum, því hún þráir jú að verða móðir) og nú kemur það; tryllingur ungu konunnar í fagurleita sumarkjólnum nær hámarki þegar hún dregur upp smokkapakka, læðir fram hvassri nál og STINGUR GAT á hvern einasta smokk sem er að finna í pakkanum.

Er hér kominn einn ógeðfelldasti óður til Mæðradagsins sem sögur fara af? 

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”cYOAWXeH6QI”]

SHARE