Stríðið hefur áhrif um allan heim – Sláandi myndir

Stríðið sem brotist hefur út í Úkraínu hefur verið í öllum fjölmiðlum síðustu daga og virðist átökin frekar að aukast ef eitthvað er. Bored Panda tók saman myndir og myndbönd af samfélagsmiðlum frá fólki í Úkraínu og um allan heim, sem styður Úkraínu og þeirra barráttu.

Sjá einnig: Faðir kveður litlu dóttur sína í Úkraínu

Myndirnar eru ekki fyrir mjög viðkvæma:

Hugrakkir rússneskir borgarar mótmæla stríðinu, þrátt fyrir að vita að þeir verði handteknir fyrir það.
80 ára gamall maður sem mætti til að ganga til liðs við úkraínska herinn. Hafði með sér litla tösku með 2 stuttermabolum, aukabuxum, tannbursta og nokkrar samlokur. Hann sagðist vilja gera þetta fyrir barnabörnin sín
Úkraínski forsetinn berst með her sínum.
Úkraínski forsetinn er gyðingur og átti marga forfeður sem létu lífið í Helförinni. Pútín segist vera að ráðast inn í Úkraínu til að bjarga fólkinu frá nasistunum.

Rauðri málningu skvett á rússneska sendiráðið á Írlandi. Við stöndum með þér, Úkraína.

Meira en 10 þúsund manns í Vilnius í Litháen gengu að rússneska sendiráðinu til að krefjast friðar.
Maður sem flúið hafði niður í neðanjarðarlestarkerfið hlúir að kisunni sinni
Rússneska sendiráðið í München

Sjá einnig: Fórnarlömb Pútins – Vörum við myndum

Fólk að flýja með gæludýrin sín
Þeir sem mótmæla í Rússlandi eru yfirleitt handteknir um leið. Sumir meira að segja beint fyrir utan heimili sín. Þessi kona er fjölmiðlakona og heitir Sofya Rusova.
Brandenburg í Þýskalandi
Almennir borgarar biðjast fyrir á torgi í miðborg Kiev (Kænugarðs).
Þessi mynd er tekin í Róm
Rússnesk kona handtekin fyrir að mótmæla stríðinu. Hún sagði meðal annars: „Fu** you Pútín og vonandi rotnar þú í helvíti“
Þessi Úkraínski hermaður lést þegar hann fórnaði lífi sínu til að sprengja upp brú sem Rússar ætluðu að nota til að komast inn í borgina. Algjör þjóðarhetja.
Kona grætur á flugvellinum þegar hún er að reyna að flýja land með köttinn sinn með sér.
Úkraínskir hermenn glaðir eftir að hafa náð Hostomel flugvellinum nærri Kyiv í dag
Þessir voru á leik með Liverpool og notuðu tækifærið til að sýna Úkraínu samstöðu.
Mótmælendur handteknir
Mótmælendur í Georgíu
Dallas, Texas
Mótmæli í Sydney
Brúin sem var sprengd upp af Úkraínska hernum.
Frægt fólk og áhrifavaldar í Rússlandi sýna samstöðu með Úkraínu með því að birta svarta mynd á Instagram
Rússnesk flugvél sem skotin var niður, brennur, í Kiev.
Fólk felur sig í bílakjallara í Kiev
Gamall maður var að keyra þegar rússneskur skriðdreki ók yfir bílinn hans. Maðurinn lifði þetta af, sem er alveg með ólíkindum.
SHARE