Þessar eru afar góðar ásamt því að einfalt er að útbúa þær. Uppskriftin kemur frá Ragnheiði á Matarlyst.
Hráefni
350 g sykur
375 g hveiti
250 g smjör við stofuhita
250 g kókosmjöl
1 tsk matarsódi
3 egg
200 g suðusúkkulaði saxað smátt
Aðferð
Hitið ofninn í 180 gráður og blástur
Setjið öll hráefnin saman í hrærivélaskálina, hnoðið þar til allt er komið saman.
Skiptið deiginu í fjóra hluta, rúllið í lengjur, setjið inn í ísskáp í 20-30 mín. Skerið í sneiðar, mótið hverja sneið í hring.
Setjið 16 kökur á hverja bökunarplötu.
Og síðan 2 plötur í einu inn í heitan ofninn, bakið í ca 12-14 mín fer eftir ofnum fylgist vel með, ef ofninn misbakar er gott að opna ofninn og svissa plötunum milli hæða síðustu mínúturnar.
Kælið á grind og raðið síðan í box.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.