Algjör draumur í dósum………
Það slær fátt út að narta í gott súkkulaði. Ekki satt? En hérna er eitthvað sem gæti jafnvel slegið það út. Það er ágætt að smyrja þessu á haustkex, saltstangir, eplabita já, eða bara borða það með skeið.
Efni:
- 1/2 bolli lint smjör
- 1/3 bolli púðursykur (þjappaður)
- 225 gr. hreinn, mjúkur rjómaostur
- 1 bolli flórsykur
- 1 tsk. vanilla
- 1/4 bolli kókó
- 1/2 bolli hvítt súkkulaði, brytjað
Aðferð:
- Hrærið smjöri og púðursykri vel saman í hrærivél.
- Bætið rjómaostinum, flórsykri, vanillu og kókó út í.
- Bætið hvítu súkkulaðibitunum út í og hrærið á minnsta hraða og kælið svolitla stund.
Njótið vel!
Tilbrigði:
Sleppið hvíta súkkulaðinu en bætið 1 matsk. af kókó út í.