Súkkulaðibitakökur – jólalegt

Nú styttist í desembermánuð og því er tilvalið að fara að huga að bakstri, hérna er uppskrift af æðislegum súkkulaðibitakökum, ómissandi fyrir jólin.

Súkkulaðibitakökur

115 gr. smjörlíki

½ bolli púðursykur

½ bolli sykur

1 egg

¾ -tsk. vanilla

155 gr. hveiti

½ tsk. salt

½ tsk. matarsóti

½ bolli saxaðar valhnetur (ef þú villt, ekki nauðsyn)

1 bolli brytjað suðusúkkulaði

Ef hnetum er sleppt er gott að bæta við dálitlu súkkulaði.

Hrærið lint smjörið, sykur og egg mjög vel í hrærivélinni.  Látið vanillu dropana út í.

Blandið svo þurrefnum út í hræruna og látið vélina jafna það.

Berið feiti (örlítið smjörlíki) á bökunarplötu, setjið deigið á með teskeið og bakið í 190⁰ C heitum ofni í ca. 8-10 mín. eða þar til kökurnar eru orðnar ljósbrúnar.

Ath! Sumir vilja hafa kökurnar litlar og þá fást um 50 kökur úr þessari uppskrift en sumum finnst betra að hafa þær stærri og þá fást auðvitað færri! Fólk velur bara hvað það vill.

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here