![Screenshot 2020-03-20 at 13.48.07](https://www.hun.is/wp-content/uploads/2020/03/Screenshot-2020-03-20-at-13.48.07-640x367.jpg)
Vá hvað þetta er girnilegt. Súkkulaðibitakökur með ostakökufyllingu. Gerist ekki betra! Æðislegar uppskriftir á Delish.
Uppskriftin:
285 gr smjör, mjúkt
220 gr púðursykur
100 gr sykur
2 tsk vanillu extract
2 stór egg
350 gr hveiti
1 tsk matarsódi
3/4 tsk salt
2 bollar súkkulaðibitar
Ostakökufylling
340 gr rjómaostur
65 gr flórsykur
Salt á hnífsoddi
Aðferð:
Byrjið á ostakökufyllingu. Blandið vel saman þangað til fyllingin er kremuð. Setjið plastfilmu yfir og setjið í kæli í að minnsta kosti 30 mínútur.
Búðu til kökudeig: Sykur og smjör þeytt saman þangað til er orðið létt. Bættu rólega útí vanilluextract og eggjunum. Blandið hveiti, matarsóda og salti í aðra skál og hrærið svo fyrri blöndunni rólega útí. Súkkulaðið fer seinast útí. Kælið í 30 til 35 mínútur.
Gerið kökur eins og sýnt er í myndbandinu.
Heimildir: Delish
![](https://www.hun.is/wp-content/uploads/2022/01/Screenshot-2022-01-05-at-12.11.47.jpg)
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.