Ég elska svona nammikökur. Þessar koma frá Eldhússystrum og ég mun pottþétt baka þessar á næstunni.
Súkkulaðibitakökur með rolo-molum
Hráefni
225 gr mjúkt smjör
3/4 bolli púðursykur
1 bolli sykur
3 egg (eða 2 stór)
1 tsk vanilludropar
3,5 bollar hveiti
1 tsk flögusalt (t.d. maldon)
1 tsk matarsódi
100 gr súkkulaði í bitum
2 pakkar rolo-molar (held það séu kannski 12 í hverjum)
Hitið ofninn í 175 gr. c.
Þeytið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst, annað hvort í hrærivél eða með handþeytara. Bætið við eggjum, einu í einu, og skafið hliðarnar á skálinni á milli. Bætið vanilludropum út í.
Hrærið vel saman hveiti, salt og matarsóda. Blandið hveitiblöndunni saman við eggja/sykurblönduna ásamt súkkulaðibitunum og hrærið. Á þessum tímapunkti kældi ég deigið í ca. klst.
Takið smá deig og fletjið út, setjið einn rolo-mola á það og setjið deigið utan um molann og mótið kúlu. Setjið á plötu og bakið þangað til kakan er aðeins farin að brúnast.
Endilega smellið like-i á Facebook-síðu Eldhússystra.