Súkkulaðidraumur

Þessi súkkulaðidásemd kemur auðvitað úr smiðju Allskonar:

Hér er mjög einfaldur og ofboðslega fljótlegur súkkulaði eftirréttur. Magnið í hann er ekki mikið, því þetta er rosalega saðsamt og kjörið fyrir þá sem vilja pínu sætt eftir matinn.
Ég ber þennan fram í litlum drykkjarstaupum og skammturinn á mann er um 2 msk. Þessi réttur hentar vel fyrir þá sem eru á hráfæði og líka fyrir alla hina sem eiga erfitt með að neita sér um smá súkkulaði eftir matinn.

Súkkulaðidraumur f. 4

  • 1/2 bolli hlynsýróp
  • 1/2 bolli kakóduft
  • 3msk kókoshnetuolía (fljótandi)

Undirbúningstími: 3 mínútur

Allt sett í lítinn blandara eða skál og blandað vel saman þar til það alveg kekkjalaust og glansandi. Sett þá í staupin og skreytt með því sem þér dettur í hug. Ég notaði sesamfræ og blóm af basilikku.

Endilega smellið einu like-i á

SHARE