Ég þurfti á dálítilli upplyftingu að halda í gær. Mánudagur og svona. Þannig að ég ákvað að saxa svolítið Daim, bræða gott súkkulaði og hjúpa Pågen snúða. Ég meina, af hverju ekki? Einfalt, fljótlegt og gerði mánudaginn tvöfalt betri. Svona næstum því.
Sjá einnig: Geggjaðir Pågen kanilsnúðar með hvítu súkkulaði & karamellu
Súkkulaðihjúpaðir Pågen snúðar með Daimkurli
(Fyrir einn poka af snúðum)
1 stykki tvöfalt Daim (saxað mjög smátt)
150-200 gr gott súkkulaði
Söxum Daim og bræðum súkkulaði.
Gaffall brúkaður við dýfingar.
Snúðunum er dýft í súkkulaðið og dálitlu Daim stráð yfir. Ekki flókið. En ægilega gómsætt.
Sjá einnig: ,,Vafflaðu“ Pågen snúðana þína & þeir verða einfaldlega dásamlegir
Dýrðinni er svo smellt inn í ísskáp þangað til súkkulaðið er orðið brakandi stökkt.
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.