Súkkulaðikaka á þremur mínútum

Stundum langar manni bara í eitthvað gott. Sjúklega sætt. Vel sykrað. Og það strax. Alveg bara á núll einni. Þessa uppskrift fann ég á blogginu hennar Tinnu Bjargar. Hún tekur þrjár mínútur. Bara þrjár.

Sjá einnig: Unaðsleg kaka með hnetubotni og súkkulaðimús

IMG_4788

Súkkulaðikaka í bolla

4 bitar suðusúkkulaði

2 msk kakó

1 dl hveiti

1 dl sykur

3 msk olía

3 msk mjólk

1/2 tsk vanilludropar

  • Setjið súkkulaðibita í stóran bolla eða könnu og bræðið í örbylgjuofni.
  • Hrærið kakó, hveiti, sykri, olíu, mjólk og vanilludropum vel og vandlega saman við súkkulaðið í bollanum og hitið í örbylgjuofni í 2 1/2 – 3 mínútur á hæstu stillingu.
  • Passið að baka súkkulaðikökuna ekki of lengi því þá verður hún seig.
  • Þeir sem vilja að hún lyfti sér meira geta bætt við 1/8 tsk af lyftidufti við deigið.
  • Best er að njóta súkkulaðikökunnar með vanilluís og karamellusósu.

Sjá einnig: Unaðsleg frönsk súkkulaðikaka með Dumle karamellukremi

SHARE