Ég elska að mála mig. Mest samt þegar ég er að fara eitthvað fínt og það er í lagi að mála sig mikið. Ég er kannski ekki alveg jafn spennt fyrir þessu svona dagsdaglega, fyrir vinnu snemma morguns en það eru samt að mínu mati forréttindi að geta málað sig. Ef maður er myglaður getur maður alltaf aðeins bætt úr því með smá farða.
Ég ákvað að prófa nýja augnskugga á dögunum. Þeir eru í línu sem heitir Forever og er frá Gosh.
Í boði voru 8 litatónar en ég valdi tvo liti. Annar heitir Plum og hinn Brown. Þessir augnskuggapennar eru betri en þeir sem ég hef áður prófað. Þeir eru mjög mjúkir og kremaðir og það er lítið mál að nota þá. Þeir eru vatnsheldir sem er mjög mikill plús og þeir eru án parabena. Það er glimmer/metal áferð á augnskuggunum og ég fíla það ótrúlega vel.
Ég er búin að nota þá talsvert og kann ótrúlega vel að meta þá. Ég er strax farin að plana að kaupa mér alla hina litina líka.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.