Þessi uppskrift kemur úr litlu matreiðslubókinni Rögguréttir og er birt með leyfi höfundar.
Uppskrift:
1-1.5 kg kjúklingabringur
Aromat
Pipar
5 dl rjómi
250 gr beikonostur
1 stk piparostur
1 lítil dós kotasæla
1 púrrulaukur>
1 bakki sveppir
1 bréf beikon.
Aðferð:
Kjúklingur kryddaður með Aromat kryddi og pipar, steiktur og settur svo í eldfast mót. Púrrulaukur og sveppir skornir niður og dreift yfir kjúklinginn.
Ostarnir bræddir í rjómanum við vægan hita, rjómablöndunni svo helt yfir og loks smátt skornu beikoninu dreift yfir allt.
Hitað í ofni við 180 gr í 40 mín.
Þessi réttur er sjúklega góður og klárlega eitthvað sem þeir sem elska kjúkling fíla.
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!