Svavar Knútur syngur lagið Lífið Snýst ásamt Hreindísi Ylfu í forkeppni Eurovision í kvöld, en lagið er eftir Hallgrím Óskarsson en textann samdi Hallgrímur ásamt Svavari. Aðspurður um tilfinninguna fyrir kvöldinu segir Svavar þetta:
„Mér líst æðislega á þessa keppni og samkeppendurnir eru alveg hreint yndislegir! Eins og ég segi, Íslendingar geta verið stoltir af hverjum þeirra sem er, sem fer út fyrir Íslands hönd!“
Svavar Knútur segist hafa staðið í löngum slag við sjálfan sig til að losna við fordóma og hroka gagnvart Eurovision en segist alls ekki sjá eftir því, þetta sé alveg svakalega gaman.
Við spyrjum Svavar hvort hann muni geta hugsað sér að taka aftur þátt í forkeppninni, óháð því hvort hann komist áfram í kvöld eða ekki, en Svavar er sjálfur öflugur texta- og lagahöfundur:
„Auðvitað. Ég þyrfti bara að hafa tíma sem ég aldrei hef, mann langar alltaf að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Svavar Knútur að lokum.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.