
Hundarækt er allt annað en einfalt sport; hvað þá ef sýna á hundinn á sviði. Mál vandast þá enn fremur ef fara á með dýrið á Westminster Dog Show – eða hundasýninguna í Westminster – þar sem hver millimeter, nasahnus og lokkur úr fókus getur gert gæfumuninn.
Í alvöru talað; ætla mætti að sérsveitin hefði mætt á svæðið þegar hundarnir voru undirbúnir fyrir stóru stundina í ár, eigendur, hundasnyrtar og aðrir sérfræðingar voru svo önnum kafnir með sléttujárnin, hárburstana og hárþurrkurnar að aðdáun sætir.
Sjá einnig: Geta rottur verið krúttlegar? – Myndir
Myndbandið hér að neðan er stórkostlegt og sýnir þá natni, alvöru og nákvæmni sem þarf til að hafa verðlaunahund til fyrir stóru stundina – þetta er hreint út sagt svakalegt að horfa á.
Einkennilega sefandi, hrikalegt og hrífandi allt í senn – þetta er svakalegt!
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.