ATH. Í aðsendum greinum og þjóðarsálinni birtum við greinar sem okkur hafa verið sendar. Þær þurfa ekki að endurspegla skoðun ristjórnar – Hún.is
Svar: til Ágústu Evu og mitt álit..
Mig langar að byrja á því að taka fram þetta er mitt álit. Eftir að ég sá viðtal við Ágústu Evu þar sem hún ræddi AA samtökin sá ég marga ræða þetta mál í commentakerfi Facebook. Mörg ummælin sem ég sá voru algjör steypa að mínu mati. Það sem Ágústa sagði var ágætt og ég er sammála mörgu en þó ekki öllu. Þannig að ég vildi koma með mitt álit á AA samtökunum og sjúkdómnum í nokkrum orðum.
Hvað er AA ? AA eru mjög miskilin samtök því miður. Ég vil meina að AA samtökunum sé skipt í 3-4 hópa. AA samtökin ganga út á 12 reynsluspor svo kýst þú hvað þú velur og hvort AA virkar fyrir þig eða ekki, en það er til lausn hvort sem það er AA eða eithvað annað.
Hópur 1
Fólk sem er að gera eitthvað tengt AA starfi. AA gengur útá sporin 12, þessi aðili fer í 12 spora prógrammið, tekur það alvarlega, gerir sporin og lifir með þeim. Svo kýs hann hvort hann vilji miðla reynslu sinni til annarra.
Hópur 2
Því miður þá kemur fyrir að AA komi upp sem tíska, vinur fær vin með sér án þess að vita hvað AA er og oft fær fólk þannig ranghugmyndir um AA samtökin. Þannig berst þetta áfram og einhver dregur vin sinn inn í samtökin sem kannski eiga ekki í vandræðum með áfengi og jafnvel kynnast fólki í samtökunum, þróar sig þannig áfram og fara líklega rangt að. Regla nr 1 í þessu ætti að vera að aldrei draga vin inn eða dæna aðra vini eða kunningja, fólk sem hefur þessa veiku hlið þarf að sjá það sjálft. Það er ekki nóg að aðrir geri það.
Hópur 3
Gallinn við AA er sá að margir hverjir eru þarna inni vegna veikleika og vilja ekki skilja fortíðina eftir og taka hana með inn í framtíðina þó án víns og eiturlyfja og oft þróast þetta sem 13 sporið. Hvað er 13 sporið? það er margt, til dæmis fólk sem er nýtt og ekki nýtt í AA fer að vorkenna nýliðum, fer að kenna þeim ýmis brögð og jafnvel reyna að sofa hjá þeim og lifa í þessu stundum of lengi.. og hvað svo, 95% fall. Þetta er bara dæmi.
Hópur 4
Fólk sem gerir mikið í því að væla og allt gengur illa og fellur reglulega og kallar þetta sjúkdóm sem það er og hefur þessa
afsökun að þetta sé sjukdómur, þetta er slæmt. Og heldur alltaf áfram án árangurs.
Svo er það það sem flækir málið oft en ekki alltaf, þá er ákveðin hópur fólks sem talar saman og útfrá því kemur NA – CA og allt það og í dag er þetta misskilið því allt þetta er sama program og AA. Það er ekkert prógramm verra en eitthvað annað, vil taka það fram. Bara gott ef fólk kýs að fara frekar á eitthvað annað en hitt og ef það virkar, mjög gott mál. En þetta er sama programið, sem er skrifað örlítið öðruvísi, fólk kýs auðvitað hvort það vill segja ég er alki eða fikill.
AA eru samtök sem eiga heima þar en ekki annarsstaðar og ef það hjálpar þér þá er það gott mál ef annað hjálpar þér þá er það gott mál líka, þú kýst leiðina og finnur svo hvað það er sem hjálpar þér. Ég mæli með AA meðan það er ekki misskilið eins og það er í dag í flestum tilvikum, auðvitað mæli ég með því sem þer finnst best.
Mín reynsla af neyslu og ekki neyslu.
Ég vil meina að þetta sé sjúkdómur, kanski þarf þetta ekki vera sjúkdómur, ég á marga vini sem hafa dáið úr ofneyslu áfengis og vímuefna. Áfengi er vímuefni þó sumir vilji meina að það sé ekki vímuefni, en það er vímuefni sem er löglegt, sama með sígaréttur. Áfengi er eitur sem gerir þig eins og er oft sagt fullan. Svo er annað hvernig þú notar það, rétt eða ekki rétt, ertu að misnota eða ekki ? misnota áfengi eða eiturlyf eykur líkur á skemmdum í líffærum og þegar það eykur skemmdir líffærra þá kemur sjúkdómurinn í ljós, alveg eins og allt annað, krabbamein það er sjúkdómur og í flestum tilvikum þá þróast krabbamein, eins og áfengissjúkdómur. Mitt líf sem dæmi, ég vildi ekkert vera í þessu lífi en ég varð að fá mér á meðan ég fann ekki lausnina og í 12 ár hef ég þróað líf mitt uppá nýtt og ég er enn að læra, í dag á ég skemmtilegt og gott líf og er virkilega þakklátur AA og vinum og fjölskyldu minni. Ég meina ég vaknaði á sínum tíma og varð að fá mer áfengi eða hvítt í nefið, til að geta byrjað daginn = sjúkdómur sem við alkar þurfum að takast á og lifa með því án þess að taka sopann. En prógrammið þarf að vera til staðar samt sem áður, hvort sem það er
AA eða annað.
Hvað er ég í dag ? ég á líf ég geri mikið sem mig langar – margir jú þekkja superman.is djamm og allt það, ég er alls ekki að mæla með því að hætta að drekka og fara að djamma edrú. Ef þú ert á þeirri braut að þurfa hjálp eins og í AA ekki hætta að lifa þrátt fyrir það taktu þinn tíma og byrjaðu hægt frekar en að vaða beint í að gera eitthvað sem er kannski ekkert vit í.
Tíminn telur
Ef AA er þitt taktu þá fundi eins og hentar þér ekki öðrum, mæli með að aðlagast fundum og finna svo hvað hentar. Jú jú farðu á marga fundi til að byrja með en svo þegar þú finnur þig þá skaltu passa bara fara ekki á of marga fundi. það leiðir oft til þess slæma. Finndu sjálfan þig og taktu tímann hægt og lifðu lifinu eins og þú treystir þer til – Að hætta neyslu þarf ekki að vera að hætta að lifa.
Höfundur: Sveinbi